Fimm verkefni á Akranesi fengu styrk úr lýðheilsusjóði


Fimm verkefni sem tengjast Akranesi fengu styrk úr lýðheilsusjóði sem Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði úr í gær.

Verkefnin eru á svið i geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar, auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Alls bárust 247 umsóknir í sjóðinn.

Akraneskaupstaður fékk styrk fyrir fjögur verkefni að upphæð 1,5 milljón kr. samtals. Grundaskóli fékk vegna forvarnaráætlunar skólans að upphæð 150.000 kr.

Verkefni Akraneskaupstaðar sem fengu styrk eru:

  • Engill úr Paradís (500,000 kr.)
  • PEERS félagsfærniþjálfun fyrir börn og unglinga (400,000 kr.)
  • Leggjum spilin á borðið og fræðumst! (300,000 kr.)
  • Samfélagið okkar; Næring, hvíld og hreyfing lykill að góðu lífi (300,000 kr.)
  • Grundaskóli Forvarnaráætlun Grundaskóla 150,000

Meginmarkmið Lýðheilsusjóðs er að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf í samræmi við markmið laga um landlækni og lýðheilsu. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá árinu 2012 en undanfari hans var Forvarnasjóður sem settur var á fót árið 1995 og starfræktur þar til nýr sjóður; lýðheilsusjóður varð til við sameiningu Lýðheilsustöðvar og Embættis landlæknis árið 2011.