„Árið 2019 var frábært og 2020 byrjar af krafti“ – Mikið líf á fasteignamarkaðnum á Akranesi


„Árið 2019 gekk framar vonum og ég vil þakka Skagamönnum nær og fjær fyrir það traust sem það hefur sýnt mér og Domusnova. Árið 2020 byrjar að krafti og er mikið líf á fasteignamarkaðnumÞað er góð sala, mikil eftirspurn eftir eignum, þá sérstaklega sérbýlum,“ segir Ólafur Sævarsson fasteignasali á Domusnova á Akranesi.

Ólafur segir að það hafi verið mikið að gera á skrifstofu fyrirtækisins við Stillholt.

Það sem mér finnst jákvæðast við stöðuna er að Akranes er alltaf að verða sterkari valkostur fyrir fjölskyldufólk. Ekki bara hjá brottfluttum Skagamönnum – einnig hjá fjölskyldum sem hafa engin sérstök tengsl við Akranes. Hér eru tækifæri og möguleikar til þess að koma sér vel fyrir í góðu samfélagi.

Næst söluhæsti á árinu 2019 hjá Domusnova

Á fyrsta starfsári Domusnova á Akranesi hefur árangur Ólafs sem sölumanns vakið athygli. Ólafur var næst söluhæsti fasteignasalinn í fjölmennum hópi fasteignasala Domusnova á árinu 2019. Ólafur fékk viðurkenningu þess efnis á árshátíð fyrirtækisins í lok ársins 2019.

„Ég er með frábært fólk í kringum mig á Domusnova og yfirmenn mínir styðja 110% við bakið á mér líkt og öðrum starfsmönnum stærstu fasteignasölu landsins. Starfsmannastefna Domusnova er með þeim hætti að starfsmenn geti blómstrað í starfinu eins og best verður á kosið“

Framundan eru stór verkefni og eignirnar við Dalbrautina eru þar fremst í röðinni.

„Þar erum við búin að að selja mjög mikið og það er ekki margar íbúðir eftir. Það fer hver að verða síðastur að tryggja sér eign á þessum margrómaða stað. Að mínu mati verður þessi bygging eitt fallegasta mannvirkið hér á Akranesi og mikil bæjarprýði.“

Eins og áður segir hefur Akranesi komið sterkt inn sem valkostur fyrir fjölskyldur og einstaklinga sem eru í fasteignahugleiðingum.

„Það á bæði við hjá brottfluttum Skagamönnum sem vilja koma á ný í heimabæinn og einnig hjá fjölskyldum sem hafa engin sérstök tengsl við Akranes. Síðarnefndi hópurinn sér ótal tækifæri og möguleika að búa hér og ala upp börnin sín í góðu samfélagi. Ég þreytist ekki á því að selja Akranes sem frábæran kost. Hér er svo margt í boði og Akranes hefur unnið á sem búsetukostur.

Ég býð alla þá sem eru í fasteignahugleiðingum að hafa samband. Ég mun taka glaður á móti öllum og aðstoða í einu og öllu. Ég vil vinna fyrir þig,“ sagði Ólafur Sævarsson fasteignasali hjá Domusnova við Skagafréttir.