Skagamaðurinn Aron Elvar Dagsson var í dag valinn í 16-manna æfingahóp U1-6 ára landsliðs Íslands í körfuknattleik.
Þessi hópur mun æfa saman af og til næstu mánuðina en í lok mars verður 12 manna hópur valinn sem fer í verkefni liðsins sumarið 2020.
Aron Elvar er í 10. bekk Grundaskóla og hefur hann leikið með yngri landsliðum Íslands í körfuknattleik á undanförnum misserum.
Leikmannahópurinn er þannig skipaður:
- Ágúst Goði Kjartansson, Haukar
- Almar Orri Atlason, Stella Azzurra, Ítalía
- Arnar Freyr Tandrason, Breiðablik
- Aron Elvar Dagsson, ÍA
- Aron Kristian Jónasson, Stjarnan
- Breki Rafn Eiríksson, Breiðablik
- Daníel Ágúst Halldórsson, Fjölnir
- Elías Bjarki Pálsson, Njarðvík
- Guðmundur Aron Jóhannesson, Fjölnir
- Hákon Helgi Hallgrímsson, Breiðablik
- Haukur Davíðsson, Stjarnan
- Hringur Karlsson, Hrunamenn
- Jónas Bjarki Reynisson, Skallagrímur
- Karl Ísak Birgisson, Fjölnir
- Óskar Gabríel Guðmundsson, Stjarnan
- Róbert Sean Birmingham, Njarðvík
Baldur Þór Ragnarsson er þjálfari liðsins en hann er þjálfari karlaliðs Tindastóls í Dominosdeild karla. Honum til aðstoðar er Þorsteinn Már Ragnarsson sem er bróðir Baldurs. Þorsteinn Már er aðstoðarþjálfari hjá Þór Þorlákshöfn í Dominosdeild karla. Hinn þaulreyndi spænski þjálfari Israel Martin er einnig í þjálfarateyminu en hann þjálfar karlalið Hauka í Dominosdeildinni. Hann var áður þjálfari Tindastóls á Sauðárkróki..