Karlalið ÍA í knattspyrnu sem leikur í efstu deild, PepsiMax-deildinni, lék í gær í gegn Leikni frá Fáskrúðsfirði í Lengjubikarkeppni KSÍ.
Þetta var í fyrsta sinn sem þessi lið mætast í knattspyrnuleik en Leiknir F tryggði sér sæti í næst efstu deild á síðasta ári.
Leiknum lauk með 3-0 sigri ÍA .
Gísli Laxdal, sem er fæddur árið 2001, skoraði fyrsta mark ÍA á 39. mínútu en markið er skráð sem sjálfsmark á
Sæþór Ívan Viðarsson leikmann Leiknis. Viktor Jónsson bætti við öðru marki á 53. mínútu, og Sigurður Hrannar Þorsteinsson bætti við þriðja markinu á 89. mínútu.
Tvö rauð spjöld fóru á loft í leiknum.
Mörkin og atvikin þar sem að rauðu spjöldin fóru á loft má sjá hér fyrir neðan í samantekt frá ÍATV.