Viltu komast á mynd á Öskudaginn? – Mættu þá í Blikksmiðju Guðmundar og Blik Studio


Það verður mikið um að vera í dag á Akranesi í tilefni Öskudagsins þar sem að yngri kynslóðin gerir sér glaðan dag.

Að venju taka flest fyrirtæki og stofnanir vel á móti syngjandi gestum og á nokkrum stöðum er lagt mikið í myndatökur af gestunum.

Að venju verður Blikksmiðja Guðmundar við Akursbraut með „Öskudagsstúdíó“ á verkstæði sínu – en fyrirtækið hefur lagt mikið í myndatökurnar á undanförnum árum.

Blik Studio við Stillholt 23 býður gestum í heimsókn á milli 12-17 í dag í tilkynningu frá Blik Studio segir:

„Allir krakkar eru velkomnir til okkar á Öskudaginn – þeir sem taka lagið fá ljósmynd af sér við bakgrunn í búningnum sínum… og aldrei að vita nema það sé líka sælgæti í boði.

Foreldrar / forráðamenn munu síðan geta náð í myndina frítt á rafrænu formi. Í framhaldi af því verður hægt að panta ljósmyndina prentaða á tilboðsverði.“