116 börn hefja skólagöngu á Akranesi haustið 2020


Innritun fyrir barna sem hefja grunnskólagöngu haustið 2020 er nú lokið hjá Akraneskaupstað.

Hópurinn er nokkuð fjölmennur eða 116 alls. Þetta kemur fram á vef Akraneskaupstaðar.

Grunnskólarnir á Akranesi eru tveir og eru nemendur skráðir í skólana eftir því hvar þeir eiga lögheimili.

Þeir nemendur sem búa fyrir vestan Þjóðbraut/Faxabraut eru skráðir í Brekkubæjarskóla.

Þeir sem eru fyrir austan Þjóðbraut/Faxabraut eru skráðir í Grundaskóla.

Skóla- og frístundasvið Akraneskaupstaðar sér um skráninguna en foreldrar og forráðamenn hafa tækifæri til að koma með athugasemdir við þá innritun