Bjarni Ólafsson mokar upp kolmunna langt frá ÍslandiÁhöfnin á Bjarna Ólafssyni AK 70 hefur staðið í ströngu að undanförnu á kolmunnaveiðum.

Veiðisvæðið við „Porcuoine-banka“ er langt frá Íslandsströndum eins og sjá má á kortinu hér fyrir neðan.

Bjarni Ólafsson er þessa stundina á leið til löndunar með fullfermi af kolmunna.

Aflinn er því um 1.600 tonn. Veiðiferðin gekk ekki alveg 100% upp.

„Við sprengdum pokann í einu holi og töpuðum megnið af þvi.“ segir í frétt á fésbókarsíðu Bjarna Ólafssonar.

Heimferðin tekur sinn tíma enda var skipið 860 sjómílur frá Neskaupstað þegar heimferðin hófst eða sem nemur 1.600 km.

Til samanburðar þá er hringvegurinn á Þjóðvegi 1 á Íslandi rétt um 1.400 km.