Enrique Snær bætti 16 ára gamalt Akranesmet í Lettlandi


Enrique Snær Llorens heldur áfram að bæta metin í sundlauginni. Skagamaðurinn efnilegi bætti 16 ára gamalt Akranesmet í 400 metra skriðsundi fyrr í dag á Alþjóðlegu móti sem fram fer í Lettlandi.

Enrique Snær, sem er fæddur árið 2002, synti vegalengdina á 4.17,94 mínútum en gamla metið var í eigu Gunnar Smára Jónbjörnssonar, 4.22,25 mínútur frá árinu 2004.

Gunnar Smári er í dag eigandi Crossfit Ægir og er menntaður sjúkraþjálfari.

Enrique Snær Llorens Sigurðsson.

Alls eru fimm keppendur frá ÍA á þessu móti í Lettlandi.

Þau eru: Atli Vikar Ingimundarsson, Sindri Andreas Bjarnasson, Brynhildur Traustadóttir, Ragnheiður Karen Ólafsdóttir og Enrique Snær.

Brynhildur og Ragnheiður Karen keppa til úrslita í kvöld. B

Brynhildur í 400 m skriðsundi og Ragnheiður Karen í B úrslitum í 100 m bringusundi og 100 m flugsundi.