Gísli sagði upp starfi sínu sem hafnarstjóri Faxaflóahafna


Á fundi stjórn­ar Faxa­flóa­hafna sf. í gær var lagt fram bréf Gísla Gísla­son­ar hafn­ar­stjóra þar sem hann seg­ir starfi sínu lausu. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

„Und­ir­ritaður hef­ur gegnt starfi hafn­ar­stjóra í á fimmtánda ár og tím­ans gang­ur sá að skyn­sam­legt sé að huga að starfs­lok­um. Því segi ég und­ir­ritaður upp störf­um með um­sömd­um upp­sagn­ar­fresti sem er sex mánuðir. Sam­kvæmt því verða starfs­lok í lok ág­úst­mánaðar,“ seg­ir Gísli í bréf­inu.

„Ég verð 65 ára gam­all á ár­inu og því góður tími til að taka loka­sprett­inn á vinnu­markaðnum,“ seg­ir Gísli aðspurður í Morg­un­blaðinu í dag. Hann sé bú­inn að vera í þessu dag­lega ati í 35 ár og því kom­inn tími til að hægja aðeins á.