Í dag fór fram sterkt knattspyrnumót í Egilshöll sem ber nafnið Konudagsmótið.
Fyrrum leikmenn úr ÍA sem hafa leikið undir nafninu „Káralínur“ mættu þar til leiks til þess að láta að sér kveða og það tókst svo sannarlega.
Um er að ræða þaulreynda leikmenn sem voru á sínum tíma í fremstu röð á landsvísu.
Efri röð frá vinstri: Heiðrún Guðmundsdóttir, Unnur Ýr Haraldsdóttir, Guðný Björk Proppé, Heiður Heimisdóttir, Rut Elvarsdóttir. Fremri röð frá vinstri. Eyrún Eiðsdóttir, Elínborg Llorens, Aldís Ýr Heimisdóttir, Alexandra Bjarkadóttir og Valdís Marselía Þórðardóttir.
Káralínur gerðu sér lítið fyrir og stóðu uppi sem sannir sigurvegarar á þessu móti.
Frábær árangur hjá þessu þaulreynda og alls ekki efnilega liði.