Jakob Svavar sigraði í fimmgangi í Meistaradeildinni


Íþróttamaður Akraness 2019, hestamaðurinn Jakob Svavar Sigurðsson, náði frábærum árangri í fimmgangi í Meistaradeildinni nýverið.

Keppt var í Samsunghöllinni hjá Spretti.

Jakob keppti á hestinum Ský frá Skálaholti. Þeir fóru rólega af stað í forkeppninni og voru í sjötta sæti og síðastir inn í úrslitin.

Keppnin var æsispennandi í A-úrslitum þar sem að dómararnir þurftu að grípa til sætaröðunar þar sem að Jakob Svavar og Eyrún Ýr Páls­dótt­ir á Hrann­ari frá Flugu­mýri voru jöfn í efsta sæti.

Jakob Svavar stóð uppi sem sigurvegari og er þetta þriðja árið í röð sem hann vinnur þessa keppni.