Knattspyrnudómarar blása til Firmamóts í Akraneshöll


Knattspyrnudómarafélag Akraness er í fremstu röð á landsvísu og er starf félagsins til fyrirmyndar.

Félagið stendur fyrir áhugaverðu knattspyrnumóti í Akraneshöll þann 14. mars.

Þar verður blásið til Firmamóts þar sem að 5 manna lið etja kappi við hvort annað.

Að sjálfsögðu geta fleiri leikmenn skipað liðið en 5 eru inn á vellinum í hverju sinni.
Spilað er á 7 manna mörkin og er leiktíminn 12 mínútur.

Þátttökugjaldið er 3000 kr. á hvern leikmann.

Skráning fer fram á netfanginu [email protected]

Nánari upplýsingar á fésbókarsíðu viðburðarins.