Góð byrjun hjá kvennalandsliði Íslands á æfingamóti á Spáni


Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur þessa dagana á æfingamóti á Spáni.

Skagamaðurinn Jón Þór Hauksson er þjálfari liðsins og Hallbera Guðný Gísladóttir, sem hóf feril sinn með ÍA, er í stóru hlutverki að venju í liðinu en hún leikur með Val.

Æfingamótið ber nafnið Pinatar Cup og mótherjar Íslands eru Norður-Írland, Skotland og Úkraína.

Ísland lagði Norður-Írland í fyrsta leiknum sem fram fór í gær. Dagný Brynjarsdóttir skoraði eina mark leiksins.

Ísland mætir liði Skotlands á laugardaginn í öðrum leik sínum á þessu móti.

Hópurinn er þannig skipaður:

  • Sandra Sigurðardóttir | Valur | 27 leikir
  • Cecilía Rán Rúnarsdóttir | Fylkir
  • Ingibjörg Valgeirsdóttir | KR
  • Hallbera Guðný Gísladóttir | Valur | 109 leikir
  • Glódís Perla Viggósdóttir | FC Rosengard | 81 leikur, 6 mörk
  • Berglind Rós Ágústsdóttir | Fylkir
  • Ingibjörg Sigurðardóttir | Djurgarden | 27 leikir
  • Guðný Árnadóttir | Valur | 5 leikir
  • Anna Rakel Pétursdóttir | IK Uppsala | 6 leikir
  • Natasha Anasi | Keflavík
  • Elísa Viðarsdóttir | Valur | 36 leikir
  • Sara Björk Gunnarsdóttir | Wolfsburg | 129 leikir, 20 mörk
  • Dagný Brynjarsdóttir | Selfoss | 85 leikir, 25 mörk
  • Alexandra Jóhannsdóttir | Breiðablik | 5 leikir, 1 mark
  • Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir | Utah Royals | 68 leikir, 9 mörk
  • Rakel Hönnudóttir | Breiðablik | 100 leikir, 9 mörk
  • Sigríður Lára Garðarsdóttir | FH | 18 leikir
  • Agla María Albertsdóttir | Breiðablik | 27 leikir, 2 mörk
  • Fanndís Friðriksdóttir | Valur | 106 leikir, 17 mörk
  • Berglind Björg Þorvaldsdóttir | AC Milan | 44 leikir, 4 mörk
  • Elín Metta Jensen | Valur | 46 leikir, 14 mörk
  • Hlín Eiríksdóttir | Valur | 12 leikir, 3 mörk
  • Svava Rós Guðmundsdóttir | Kristanstads DFF | 19 leikir, 1 mark