Þórður Freyr Jónsson skoraði glæsilega körfu á dögunum í leik gegn Þór í Þorláksson í 9. flokki karla.
Þessi efnilegi leikmaður mun án efa muna eftir þessari körfu lengi eins og sést í þessu myndbandi hér fyrir neðan. Skotið sem Þórður Freyr tók var af um 23 metra færi.
Þórður Freyr er á lokaári sínu í grunnskóla og félagar hans í 9. flokki ÍA eru á meðal bestu liða landsins í þessum aldursflokki. ÍA er í góðri stöðu að tryggja sér sæti í úrslitakeppni 9. flokks um Íslandsmeistaratitilinn.