„Þetta var klárlega eitt af því erfiðara sem ég hef gert en ég hlakka til þess að finna eitthvað ennþá erfiðara sem fyrst,“ segir
Skagamaðurinn Sigurjón Ernir Sturluson sem náði frábærum árangri í fjallahlaupi á Kanaríeyjum.
Keppnisbrautin var gríðarlega erfið, alls 128 km. með 7.500 km hækkun. Sigurjón Ernir kom í mark á 18 klst. 53 mínútum og 20 sekúndum. Sigurjón Ernir náði markmiðum sínum og vel það, en hann hafði gert ráð fyrir að vera um 20 klst. að klára keppnina.
„Þetta var mitt lengsta hlaup til þessa og kom á óvart hversu góður líkaminn var að höndla hlaupin milli 80–100 km !
Þó að hlaupið hafi seint gengið eins og í sögu (nánar í komandi hlaupasögu/pistli), þá náði ég mínu markmiði og rúmlega það.“.