Verkfallsaðgerðum aflýst hjá BSRB – samningar undirritaðir



Öllum verkfallsaðgerðum um 15 þúsund félagsmanna BSRB sem byrjuðu eða áttu að byrja á miðnætti hefur verið aflýst.

Hver kjarasamningurinn á fætur öðrum var undirritaður í nótt og nú stendur aðeins eftir kjarasamningur Sjúkraliðafélags Íslands gagnvart ríkinu.

Hjá Akraneskaupstað hefði verkfallið náð til 86 starfsmanna en ekkert verður af verkfallinu eins og áður segir.

„Tímamótin í þessum samningum er stytting vinnuvikunnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB í samtali við RÚV.

„ Við erum að gera verulegar breytingar á vinnutíma vaktavinnufólks, vinnuvikan er stytt í 36 stundi og það verður hægt að stytta hana niður í 32 stundir fyrir þá sem vinna allan sólarhringinn,“ segir Sonja.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/03/08/yfirvofandi-verkfall-bsrb-mun-hafa-vidtaek-ahrif-a-akranesi/