Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í kvöld í Hörpu. Margrét Rán Magnúsardóttir frá Akranesi var á meðal sigurvegara kvödsins en hún er í hljómsveitinni Vök. Annar Skagamaður, Ólafur Alexander Ólafsson, var einnig verðlaunaður á hátíðinni en hann er í hljómsveitinni Hipsumhaps
Hljómplata þeirra í Vök,, In the Dark, er plata ársins 2019. Margrét Rán var einnig valin lagahöfundur og söngkona ársins. Sannarlega glæsilegur árangur hjá hljómsveitinni Vök
Margrét Rán er eins og áður segir frá Akranesi: Foreldrar hennar eru Jóna Guðrún Guðmundsdóttir og Magnús Valþórsson. Jóna Guðrún er fædd á Akranesi og er dóttir þeirra Guðmundar Hannessonar vélstjóra og Margrétar Gunnarsdóttur.
Annar Skagamaður, Ólafur Alexander Ólafsson, var einnig verðlaunaður á hátíðinni. Hann var eitt sinn meðlimur í Vök en hann er í dag í einni vinsælustu hljómsveit landsins. Ólafur Alexander og félagar hans í Hipsumhaps áttu rokklag ársins en það var lagið „Fyrsta ástin.“
Ólafur Alexander er eins og áður segir með mikla tengingu á Akranes. Foreldrar hans eru Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður og Stella María Arinbjargardóttir, sem eru búsett á Akranesi.
Nánar má lesa um tónlistarverðlaunahátíðina á vef RÚV.