Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, er þessa stundina stödd í Suður-Afríku þar sem hún keppir á sterkust atvinnumótaröð kvenna í golfi.
Valdís Þóra hóf keppnistímabilið í Ástralíu á LET Evrópumótaröðinni þar sem hún keppti á tveimur mótum í febrúar. Besti árangur hennar á var 21. sæti í Ástralíu.
Valdís Þóra er þegar þetta er skrifað í toppbaráttuni á þessu sterka móti. Hún er í fjórða sæti þessa stundina, en hægt er að fylgjast með gangi mála með því að smella hér.
Keppni lýkur í dag laugardagin og er hægt að fylgjast með skori Valdísar Þóru og annarra keppenda hér.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili er einnig á meðal keppenda á þessu móti.