Gamla Kaupfélagið bregst við ástandinu með aukinni þjónustu



Eins og flestir vita er óvenjulegt ástand í þjóðfélaginu vegna Covid-19 veirunnar.

Margir eru í stóttkví út um allt land og einnig eru margir sem hafa þann valkost að vinna heima á meðan þetta ástand varir.

Veitingahúsið Gamla Kaupfélagið hefur ákveðið að bregðast við þessum aðstæðum með því að stórauka þjónustu sína í heimsendingum með mat.

Í hádeginu á virkum dögum er frí heimsending á rétti dagsins.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá Gamla Kaupfélaginu og einnig matseðilinn sem er í boði í hádeginu næstu vikurnar.

Réttir dagsins 16. mars – 17. apríl.