Þú getur haft áhrif – taktu þátt og fjölgaðu jákvæðum Skagafréttum


Margir lesendur hafa sett sig í samband við skagafrettir.is og óskað eftir því að efla fréttavefinn með fjárhagslegum stuðningi. Með þeim hætti vilja lesendur efla starfsemina enn frekar og fjölga jákvæðum fréttum frá Akranesi.

Slíkur stuðningur er ómetanlegur og mikil hvatning til að gera enn betur. Fjölmiðlar af öllum stærðum og gerðum víðsvegar um heiminn hafa í auknu mæli leitað nýrra leiða til að fjármagna reksturinn.

Skagafréttum er dreift frítt á vefnum en reksturinn er fjármagnaður með sölu á auglýsingum og beinum stuðningi Skagamanna nær og fjær. Líkt og algengt er í rekstri fjölmiðla víðsvegar um heiminn.

Á ritstjórn Skagafrétta eru engir starfsmenn á launaskrá enn sem komið er. Með auknum fjárhagslegum stuðningi frá nærsamfélaginu verður vonandi breyting á því.

Eins og áður segir getur þú tekið þátt með því að styðja við bakið á skagafrettir.is með frjálsu framlagi.

Öll framlög fara í að efla starfsemi Skagafrétta og auka þar með fréttaþjónustuna.

Reikningur Skagafrétta ehf.

552-26-11875
440219-0550

Upphæðirnar skipta ekki öllu máli, stuðningur ykkar gefur okkur meiri kraft að gera enn betur en áður.

Frá því að fréttavefurinn skagafrettir.is fór í loftið í nóvember 2016 hefur verkefnið stækkað mikið og áhugi lesenda á þessu jákvæðum Skagafréttum hefur farið langt umfram væntingar.

Ný viðmið eru sett í hverjum mánuði og fyrstu mánuðir ársins 2020 eru til að mynda þeir allra stærstu í sögu Skagafrétta.

Á undanförnum mánuðum hefur fréttamagnið verið aukið umtalsvert og lesendur hafa brugðist vel við þeim áherslubreytingum. Markmiðið er að halda áfram á sömu braut og gera enn betur.

Reikningur Skagafrétta ehf.

552-26-11875
440219-0550

Við þökkum fyrir frábærar viðtökur og þann stuðning sem lesendur hafa sýnt okkur með heimsóknum á skagafrettir.is.

Sigurður Elvar Þórólfsson, ritstjóri