Pistill: Hvernig á að byrja?


Sigurjón Ernir Sturluson mastersnemi í íþróttafræði – enn fleiri pistlar eru fésbókinni:

Nú eru margir sem eru að koma sér af stað í hreyfinguni og getur oftar en ekki reynst erfitt að taka fyrsta skrefið og koma sér í rútínuna góðu. Hreyfingin er okkur nauðsynleg og má segja að hún sé okkar besta meðal gegn hinum ýmsu sjúkdómum og öðrum líkamlegum fylgikvillum. Í þessum pistli ætla ég að benda á nokkur atriði sem ég tel mikilvæg til að komast í rútinu og halda rútínunni gangandi.

1. Gott plan/prógramm:
Það er mikilvægt að hafa gott plan til að fara eftir í hreyfinguni, hvort sem það er í hlaupum, lyftingum eða þríþraut þá kemur gott plan þér alltaf lengra og hjálpar þér að halda áfram.

2. Hafðu æfinguna alltaf klára:
Það er mikilvægt að þú vitir alltaf hvað þú ert að fara að gera þegar haldið er á æfingu sjálfur. Ef þú ert t.d. búin að skrifa æfinguna niður á blað eða í símann er mun líklegra að þú nýtir tímann betur og gerir meira í ræktini/hreyfinguni.

3. Hafðu varaplan:
Hver kannast ekki við það að ætla að taka góða hnébeygu eða bekkpressuæfingu en komast svo ekkert í rekkann þar sem það er allt fullt í ræktinni. það er nauðsynlegt að geta breytt út af planinu og vera með plan B klárt t.d. taka hendur í stað fóta í lyftingunum eða hlaupaæfingu á brettinu í stað lyftinga.

4. Markmið:
Sjálfur er ég alltaf með einhver markmið í huga og þyrstir alltaf í meiri árangur hvort sem það er í hlaupum eða lyftingum. Með því að hafa markmið í æfingunum ertu líklegri til að ýta þér lengra og sækja fastar til að ná þínum markmiðum.

5. Vinna með styrkleika jafnt sem veikleika:
Öll höfum okkar styrkleika jafnt sem veikleika. Það er afar mikilvægt að æfa reglulega það sem þér þykir gaman að gera í hreyfinguni um leið og þó hugar að vinnu í veikleikum. Með því að stunda relgulega æfingar sem þér þykir gaman að framkvæma ertu mun líklegri til að langa aftur á æfingar og missa ekki dampinn.

Ég gæti eflaust talið upp ótal punkta um hvernig sé best að halda sér við efnið en það myndi nú bara þreyta ykkur ;D Það er mikilvægt að vera skipulagður, æfa fjölbreytt, hvíla reglulega, næra sig vel og hlusta á líkamann.

Þess má til gamans geta að þessi mynd sem er hér fyrir neðan var tekin í Central Park þar sem ég var í fríi með kærustunni síðasta sumar, þú getur jú alltaf æft 😉

P.s. Með réttu hugarfari og jákvæðnina að vopni ert þú óstöðvandi !!!

Sigurjón Ernir Sturluson.
Sigurjón Ernir Sturluson.

Fleiri pistlar eru á fjarþjálfunarsíðu Sigurjóns hér fyrir neðan:

http://localhost:8888/skagafrettir/2016/12/02/pistill-taktu-a-thvi-madur/
http://localhost:8888/skagafrettir/2016/12/14/pistill-ekki-missa-dampinn-tho-a-reyni/
http://localhost:8888/skagafrettir/2016/12/28/pistill-thu-a-moti-ther/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/02/24/pistill-arangur-i-mataraedi/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/03/09/pistill-keyrum-thessi-hlaup-i-gang/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/03/19/pistill-hardsperrur-og-aefingar/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/04/03/pistill-aefa-bara-til-ad-aefa/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/04/28/pistill-storar-keppnir-og-utanvegahlaup-god-rad-fra-sigurjoni/