Vaxandi fjöldi íbúa á Akranesi í sóttkví – öll sýni neikvæð fram til þessa


Á vef Heilgæslunnar á Akranesi kemur fram að vaxandi fjöldi íbúa á Akranesi sé nú í sóttkví vegna Corona-19 veirunnar.

Enn sem komið er hafa öll sýni verið neikvæð.

Í tilkynningu frá HVE kemur fram að allir sem eru í sóttkví tilkynni sig til heilsugæslunnar.

Heilsugæslan heldur utan um þá sem eru í sóttkví og upplýsir Sóttvarnarlækni reglulega um stöðuna.

Sömuleiðis er mjög mikilvægt að hafa samband við heilsugæsluna ef einstaklingur í sóttkví fær einkenni COVID-19 sýkingar, hita, hósta eða beinverki.