Skagamenn stunduðu handboltaíþróttina af miklum krafti á árum áður.
ÍA var með öflugt yngri flokka starf og meistaraflokka í kvenna – og karlaflokki.
Í þessu myndbandi sem tekið var upp í íþróttahúsinu í Borgarnesi má sjá leik ÍA gegn liði Selfoss árið 1983.
Myndbandið er úr safni Útvarps og Videófélags Borgarness – sem Sæmundur Bjarnason tók á sínum tíma.
Líklega er þetta leikur hjá 3. eða 2. flokki karla.
Handboltaiðkun lagðist af á Akranesi í kringum 1990.