Það er alltaf stuð á Rakarastofu Gísla eins og sjá má í þessu myndbandi sem eigandinn setti sjálfur fram á fésbókarsíðu sína í dag.
Það hefur oft verið meira að gera á rakarastofunni eins og gefur að skilja en það þýðir ekkert að tapa gleðinni.
Gísli flytur hér frumsamið lag sem heitir því frumlega nafni „Bingólagið“
Þess má geta að Gísli og Gunni Hó stórvert á Gamla Kaupfélaginu hafa á undanförnum misserum dregið fjölmarga á skemmtileg Bingókvöld á Gamla Kaupfélaginu.
Sagan segir að lagið hans Gísla sé samið undir áhrifum á Bingókvöldi á GK – þar sem var smekkfullt út úr dyrum.
Einnig er sú kenning uppi að Gísli sé að vitna í Mottumarsmánuðinn þar sem að karlmenn eru hvattir til þess að skoða á sér „bingókúlurnar.“ En hvort sú saga sé sönn er ekki vitað.
Það styttist í að næsta Bingókvöld verði leyft í íslensku samfélagi – en þangað til þá er hægt að ylja sér við gleðipinnann Gísla Jens Guðmundsson.