Skipulags- og umhverfisráð leggur til að samið verði við Landslag ehf. um hönnun lóða við Brekkubæjar – og Grundaskóla.
Tvö tilboð frá landslagsarkitektarstofum bárust í verkefnið en kostnaðaráætlun Akraneskaupstaðar nam 10 milljónum kr.
Landslag ehf bauð 10.752.000 kr. í verkefnið en Landsmótun ehf bauð 14.784.000 kr.
Landslag er leiðandi ráðgjafarfyrirtæki á sviði landslagsarkitektúrs og skipulags með umfangsmikla og breiða reynslu á öllum sviðum fagsins.Landslag er með skrifstofur í Reykjavík og á Akureyri.