Skagamaðurinn og leikarinn Hallgrímur Ólafsson eða Halli Melló er á meðal þeirra sem þarf að finna nýjar leiðir til að miðla vinnu sinni á tímum Corona-19 veirunnar.
Leikarar Þjóðleikhússins láta samkomubann ekki stoppa sig. Þótt þeir séu nú án áhorfenda og mótleikara leita þeir skapandi leiða til að finna list sinni farveg.
Leikarar í Þjóðleikhúsinu hafa birt myndbönd á undanförnum dögum og hér má sjá og heyra framlag frá Halla Melló.