Erna Björt, Anna Þóra og Selma Dögg sömdu við ÍA


Nýverið skrifuðu þrír leikmenn úr röðum meistaraflokks kvenna í knattspyrnu undir samning við Knattspyrnufélag ÍA.

Erna Björt Elíasdóttir, Anna Þóra Hannesdóttir og Selma Dögg Þorsteinsdóttir eru framtíðarleikmenn ÍA segir í tilkynningu frá félaginu.

Þær eru allar fæddar árið 2002.

Unnar Þór Garðarsson þjálfari liðsins er með þeim á myndinni en Aron Ýmir Pétursson er einnig þjálfari kvennaliðs ÍA.

Þeir tóku við liðinu í lok júlí á síðasta ári en ÍA leikur í næst efstu deild kvenna.

ÍA endaði í 8. sæti 1. deildar kvenna eða næst efstu deildar á síðasta ári – eftir harða baráttu um að halda sér í deildinni. Grindavík og ÍR féllu í 2. deild.

Lokastaðan í 1. deild 2019.