Þekktir listamenn dusta rykið af 11 ára gömlu myndbandi til stuðnings heilbrigðisstarfsfólks


Myndband þar sem að lagið Samferða eftir Magnús Eiríksson er sungið af mörgum af þekktustu listamönnum þjóðarinnar hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum á undanförnum dögum.

Markmiðið með birtingu myndbandsins er að þakka starfsfólki heilbrigðisstofnana út um allt land fyrir ómetanlegt framlag þeirra á tímum Corona-19 veirufaraldursins.

Eins og sjá má í myndbandið eru flytjendur lagsins í mikilli nálægð og vekur það eflaust athygli nú á tímum Corona-19 og samkomubanns.

Skýringin er einföld, myndbandið er ekki nýtt af nálinni þar sem það var frumflutt fyrir rúmum áratug eða árið 2009.

Á þeim tíma var það tengt verkefninu Endurreisum heilbrigðiskerfið – sjá nánar á www.endurreisn.is


Söngvarar: Mugison, Ellen Kristjánsdóttir, Lay Low, KK, Þorsteinn Einarsson, Þórunn Antonía, Högni Egilsson, Sísí Ey (Elín Ey, Elísabet Eyþórsdóttir, Sigga Eyþórs), Sigríður Thorlacius, Páll Óskar Hjálmtýsson, Sigurður Guðmundsson og Pálmi Gunnarsson.

Guðmundur Óskar Guðmunsson : Bassi, synthar og kassagítar
Hjörtur Ingvi Jóhannsson : Hljómborð, synthar og kassagítar
Þorvaldur Þór Þorvaldsson : Trommur og slagverk
Högni Egilsson : Synthar
Viktor Orri Árnason : Synthar
Kór : Tónar og trix
Leikstjórn, kvikmyndataka og klipping : Jón Gústafsson
Kvikmyndataka: Ólafur Rögnvaldsson
Tekið upp í Kolgeit og Herbergi 313
Framkvæmdastjórn : Ellen Kristjánsdóttir
Upptökustjórn : Guðmundur Óskar og Hjörtur Ingvi Jóhannsson
Hljóðblöndun : Addi 800
Hljómjöfnun : Finnur Hákonarson