Óskar Hrafn Ólafsson, fyrrverandi skipstjóri á Akraborginni, er á heimleið til Íslands en eins og áður hefur komið fram hefur Óskar Hrafn verið strandaglópur á Spáni.
Covid-19 faraldurinn er í hámarki á Spáni um þessar mundir. Óskar Hrafn óttaðist um líf sitt þar sem hann glímir við öndunarörðugleika en Covid-19 veiran leggst einkum á öndunarfærin.
Í viðtali við visir.is segir Óskar Hrafn að dætur hans hafi krafist þess að fá hann heim – en viðtalið má lesa í heild sinni hér.