Alls hafa 18 smit af Covid-19 veirunni verið greind á Vesturlandi en alls hafa 1.020 smit verið greind á landinu öllu.
Þetta kom fram á fréttamannafundi almannavarna í dag.

Lögreglan á Vesturlandi hefur breytt upplýsingagjöf varðandi staðsetningu smita – og er aðeins hægt að fá upplýsingar af vef almannavarna um fjölda smita í hverjum landshluta fyrir sig.
Á mbl.is kemur eftirfarandi fram.
Alls greindust 57 ný smit undanfarin sólarhing, 55 (af 359 sýnum) hjá veirufræðideild Landspítala og 2 (af 490 sýnum) hjá Íslenskri erfðagreiningu. 15.500 sýni hafa nú verið tekin, eða hjá um 4,3% þjóðarinnar.
Sagði Alma að rétt eins og í gær væri talið að faraldurinn væri í vexti, en þó ekki veldisvexti, hérlendis. Fjöldi smita fylgdi bestu spám, en fjöldi á gjörgæslu verstu og raunar rúmlega það.
Á tölfræðivef Covid19.is eru eftifarandi upplýsingar að finna um stöðu mála á Íslandi.



