Tímavélin: Háspenna í körfuboltaleik ÍA og KR í undanúrslitum 1998


Árið 1998 var karlalið ÍA í körfuknattleik í fremstu röð á landsvísu í efstu deild.

Tímabilið 1997-1998 endaði ÍA í 8. sæti úrvalsdeildar og lék gegn deildarmeistaraliði Grindavíkur í 1. umferð úrslitakeppninnar.

Skagamenn, undir stjórn Alexanders Ermolinskij gerði sér lítið fyrir og lagði Grindavík í 8-liða úrslitum. Það var í fyrsta sinn sem lið í 8. sæti lagði efsta liðið að velli í úrslitakeppninni og það met stendur enn nú 22 árum síðar.

Í undanúrslitum mættust KR og ÍA. Hér má sjá fyrsta leikinn í þeirri undanúrslitarimmu.

Á meðal leikmanna ÍA á þessum tíma eru Brynjar Sigurðssonn, Bjarni Magnússon, Sigurður Elvar Þórólfsson, Damon Johnson, Dagur Þórisson, Pálmi Þórisson, Trausti Jónsson, Pétur Sigurðsson, Alexander Ermolinskij, Björgvin Karl Gunnarsson og Pétur Sigurðsson. Liðsstjórar Ólafur Óskarsson og Guðmundur Egill Ragnarsson.