Það er nóg um að vera á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni um þessar mundir þrátt fyrir óvenjulegt ástand í þjóðfélaginu.
Töluverðar framkvæmdir eru fyrirhugaðar á golfvellinum en ný vallarnefnd hefur tekið til starfa.
Mesta áherslan í framkvæmdum verður í uppbyggingu og lagfæringu teiga og að fækka glompum
Á meðal þeirra verkefna sem bera hæst eru nýir teigar á 3. braut þar sem að allir teigar verða sameinaðir í einu teigstæði. Framkvæmdir á þessu svæði hófust s.l haust. Framundan er vinna við endurbætur á teigu við 12. og 13. braut. Þar
Þar verða rauðu og bláu teigarnir endurbyggðir og um leið aðskildir, rauðir teigar færðir framar. Í haust verða svo hvítir teigar á 2. og 3. braut og rauði teigurinn á 17. braut endurgerðir ásamt nýjum bláum teig á 17. braut sem staðsettur verður mitt á milli rauða og gula.
Á Garðavelli eru 77 sandglompur, 47 við flatir og 30 á brautum. Undanfarin ár hefur tveimur glompum verið lokað. Það er samhljóma álit vallarnefndar og stjórnar GL að ganga lengra í að fækka sandglompum á Garðavelli, færa sumar til og lagfæra aðrar.
Þeim glompum sem verður lokað nú á vordögum eru;
3. flöt: Glompa vinstra megin við flötina.
10. flöt: Glompur hægra og vinstra megin við flötina
13. braut: Glompa við hól framan við flötina.
Í haust verða eftirfarandi lagfæringar gerðar á glompum:
12. braut: Fyllt í glompu hægra megin við flötina,
13. braut: Fyllt í glompu aftan við flötina
15. braut: Fyllt í glompu framan við flötina.
Í lok sumars er ætlunin að fara í endurbætur á æfingapúttflötinni við golfskálann ef fjárhagur leyfir.
Dagana 16. – 19. mars voru hreinsaðir skurðir aftan við 5. flöt, milli 10. og 13. brautar og aftan við 3. flöt meðfram vegi.
Mikið sef og botnfall hefur safnast fyrir í skurðum og er mikilvægt að hreinsa þá til að viðhalda framrælsu golfvallarins. Þróttur ehf. og Skóflan ehf. hafa unnið að skurðahreinsuninni.