GK fer eingöngu í – „Take away og heimsendingar“ – tímabundin ráðstöfun


Gamla Kaupfélagið heldur áfram að aðlaga reksturinn að breyttum tímum vegna ástandsins í þjóðfélaginu.

Félagarnir sem reka staðinn hafa tekið þá ákvörðun að einbeita sér alfarið að „Take away þjónustu og heimsendingum“ – allavega fram yfir páskahátíðina.

Veitingasalnum hefur því verið lokað tímabundið.

Hér fyrir neðan má sjá tilkynningu frá Gamla Kaupfélaginu og hér fyrir neðan er hlekkur til að panta á netinu hjá GK.

Smelltu hér til að panta.

⭐️ Take away og heimsendingar ⭐️
– lokum veitingasalnum fram yfir páska og tökum þá stöðuna 😢

Á meðan sinnum við einstaklingum og fyrirtækjum með hádegismat á virkum dögum ásamt því að bjóða upp á sóttan og heimsendan mat af bistró seðli fim, fös og lau 🤗

Þetta eru skrítnir tímar en við skulum öll standa saman og passa upp á hvert og annað 🥰

Pantanir: 431-4343 og
NETPANTANIR ( nú hægt að greiða með korti á netinu ).