Lögreglan hvetur börn – og unglinga til að fylgja fyrirmælum vegna Covid-19


Samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Vesturlandi eru engar skipulagðar íþróttaæfingar í gangi í umdæminu.

Borist hafa tilkynningar um að fjöldi barna og ungmenna sé að hittast til þess að spila t.d. fótbolta á sparkvöllum í umdæminu.

Lögreglan hvetur foreldra til þess að útskýra fyrir börnum sínum mikilvægi þess að virða nálægðartakmarkanir og fylgja þeim fyrirmælum sem gefin hafa verið út.