Mikil eftirspurn eftir „fyrstu kaupa íbúðum“ – Fullbúnu rað – og parhúsin njóta vinsælda

„Við höfum verið þeirra gæfu aðnjótandi að töluverð eftirspurn hefur verið eftir rað – og parhúsunum sem við höfum byggt undanfarin ár. Stöðugleiki hefur einkennt ferlið hjá okkur, húsin eru mjög svipuð og samstarfsaðilar okkar hafa einnig verið þeir sömu á undanförnum árum,“ segja þeir Sigurjón Skúlason og Heimir Einarssonm, eigendur byggingafyritækisins Sjamma ehf, við Skagafréttir.

Sjammi ehf. hefur byggt fjölda rað og parhúsa á Akranesi á undanförnum árum. Flest húsin eru byggð með forsteyptum einingum frá BM Vallá/Smellinn – þar sem að ítrustu gæðakröfum er fylgt eftir.

Fjölbýli með 13 íbúðum vekur athygli og áhuga hjá kaupendum

Þeir félagar hjá Sjamma ehf. eru um þessar mundir að reisa fjölbýli þar sem 13 íbúðir verða byggðar í fjölbýli við Asparskóga 13. Markmiðið er að afhenda þær íbúðir í mars á næsta ári. Verkefnið er farið af stað og það er töluverður áhugi fyrir þessum íbúðum og nokkrar þeirra eru nú þegar fráteknar.

Heimir segir að fjölbýlið við Asparskóga 13 sé fyrst og fremst ætlað þeim sem eru að kaupa sína fyrstu eign.

„Verkefnið er nýfarið af stað en tæplega helmingur þeirra frátekinn. Alls 6 íbúðir af 13. Íbúðirnar eru tæplega 50 fermetrar, allar með sérinngangi af svalagangi. Íbúðirnar eru seldar fullbúnar, með ísskáp, uppþvottavél, þvottavélar á baðherbergi með innbyggðum þurrkara. Gólfin eru parketlögð og flísalögð. “

Sigurjón bætir því við að fullbúnar íbúðir hafi fallið vel í kramið hjá kaupendum.

„Við hjá Sjamma ehf. höfum á undanförnum árum byggt mörg hús sem við höfum skilað fullbúnum. Kaupendur hafa tekið vel í þá hugmyndafræði. Má þar nefna rað – og parhús við Blómalund 1-7, Fagralund 9-15, og Álfalund 6-12 og 14-20. Í desember 2020 afhendum við slík hús við Fagralund og einnig í apríl 2021.“ Í mörgum tilvikum hefur tekist að selja húsin tiltölulega fljótt sem er kostur fyrir kaupendur. Þá gefst kostur á því að gera efnisbreytingar á innréttingum og koma með óskir með smávægilegar breytingar á uppsetningunni.“

Sjammi ehf. hefur á undanförnum árum verið í samstarfi við Fasteignasöluna Valfell hér á Akranesi. Það samstarf hefur gengið vel og segja þeir félagar að upplýsingar um þau hús sem eru í byggingu og sölumeðferð sé hægt að nálgast hjá Hákoni Svavarssyni eiganda Valfells.