Nýverið tókust samningar á milli Fjölbrautaskóla Vesturlands og Leirbakarísins – og mun samstarfið nýtast nemendum á myndlistasviði FVA.
FVA hefur á undanförnum árum ekki notað leirbrennsluofn sem er í eigu skólans.
Leirbakaríið við Suðurgötu 50 er sjóðheitur staður á Akranesi þar sem að Kolbrún Sigurðardóttir og María Kristín Óskarsdóttir ráða ríkjum.
Í Leirbakaríinu vinna vinkonurnar að list sinni, halda námskeið og taka á móti hópum í kynningu, hópefli eða aðra skapandi skemmtun.
Leirbakaríið mun hýsa ofninn í aðstöðu sinni og nemendur FVA fá að nýta ofninn í myndlistaráföngum. Í tilkynningu frá FVA segir að þessi samningur muni nýtast nýju myndlistarsviði skólans sérstaklega vel.