Páskabingó Grundaskóla sló heldur betur í gegn þrátt fyrir samkomubann á Íslandi vegna Covid-19 ástandsins.
Tæknin var nýtt til hins ítrasta í dag og 750 manns tóku þátt. Páskabingóið fór fram með þeim hætti að bingóinu var útvarpað í gegnum stöð Grundaskóla á netinu.
Sigurður Arnar Sigurðsson, skólastjóri, og Flosi Einarsson, aðstoðarskólastjóri, stjórnuðu bingóinu.
Þátttakendur hringdu inn í beina útsendingu ef þeir töldi sig hafa fengið vinning.
Páskabingóið heppnaðist mjög vel við nýjar aðstæður. Alls fengu 24 nemendur páskaegg – en mikil keppni var um vinningana þar sem þeir fyrstu sem náðu inn í símhringingunum fengu vinning.