Björgunarfélagið kemur til bjargar enn á ný – dósamóttaka opin um helginaBjörgunarfélag Akraness er mikilvægur hlekkur í samfélaginu á Akranesi og víðar. Starf félagsins er unnið í sjálfboðavinnu og hafa margir notið góðs af öflugu teymi félagsins í gegnum tíðina. Um helgina ætlar Björgunarfélagið að bjóða Skagamönnum að styðja við bakið á félaginu með því að gefa dósir og flöskur.

Eins og áður hefur komið fram er ekki opið í dósamóttöku Fjöliðjunnar á Akranesi. Dósir og flöskur hafa því safnast upp hjá íbúum á Akranesi.

Björgunarfélagið getur tekið við dósunum – en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Opið verður í húsnæði sveitarinnar að Kalmansvöllum 2 laugardag og sunnudag á milli 11-13.

„Ef fólk hefur ekki tök á að koma þeim til okkar þá má senda okkur skilaboð hér á facebook og við nálgumst dósirnar eftir samkomulagi,“ segir í tilkynningu frá Björgunarfélaginu.