Eitt nýtt Covid-19 smit greindist á Akranesi í gær – alls eru 8 smitaðir


Aðeins eitt nýtt tilfelli af Covid-19 greindist á Akranesi í gær og eru alls 8 einstaklingar með Covid-19 veiruna. Á Vesturlandi öllu eru 32 einstaklingar greindir með smit og þar af 20 í Borgarnesi.

Á vef Snæfellsbæjar voru birtar eftirfarandi upplýsingar um stöðu mála á Vesturlandi þann 3. apríl 2020.

Smitið sem greindist á Akranesi í gær var það fyrsta sem greint hefur verið frá því á mánudag í þessari viku. Ekkert nýtt smit var greint á þriðjudag og miðvikudag í þessari viku.

Einstaklingum sem eru í sóttkví fækkaði um 58 frá því á fimmtudeginum 2. apríl.