Bjarni Þór er í miklu „rokkstuði“ á Skólabrautinni


Bjarni Þór Bjarnason er hress og kátur í sjálfskipaðri sóttkví. Listamaðurinn snjalli fær frábærar hugmyndir nú sem fyrr og hér eru nokkur sýnishorn af því sem Bjarni Þór er að gera þessa stundina á Skólabrautinni.

Rokk og popp-andinn svífur yfir vötnum hjá Bjarna Þór eins og sjá má á myndunum og í myndbandinu hér fyrir neðan.

Keith Richard er 75 ára gamall rokkari og meðlimur í einni frægustu hljómsveit allra tíma, Rolling Stones. Bjarni Þór sér hinn lífsseiga gítarleikara í þessu ljósi.

Bjarni Þór er einnig með taugar til „The Beatles„ sem er að sjálfsögðu ein af stærstu hljómsveitum allra tíma.