Styttist í opnun á fimleikahúsinu – svona er staðan á verkefninu


Það styttist í að fimleikahúsið sem er í byggingu við Vesturgötuna á Akranesi verði tilbúið. Stefnt er að því að hægt verði að hefja starfsemi í húsinu í byrjun júní eða eftir 56 daga.

Eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan er verkefnið langt komið og byrjað er að setja ytri klæðningu á húsið.

Fyrirtækið Spennt ehf. sé um byggingu fimleikahússins á Akranesi. Alls bárust fimm tilboð í verkið og var Spennt ehf. lægstbjóðandi með samtals 607 mkr.

Framkvæmir hófust í ágúst árið 2018 á en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir verklokum í desember 2019

Fimleikahúsið er við hlið íþróttahússins á Vesturgötu. Um er að ræða nýbyggingu á fimleikasal sem er 1640 m² að stærð.

Í salnum er steypt áhorfendastúka en rými undir henni verður síðan nýtt undir sturtur fyrir núverandi búningsklefa sem fyrir eru í þróttahúsinu. Búningsklefar í eldri byggingu íþróttahússins hafa verið endurnýjaðir sem og einnig anddyri og kennslurými þar sem frístund Brekkubæjarskóla hefur verið starfandi.