Tvö ný Covid-19 smit greind á Akranesi – einstaklingum í sóttkví fækkar umtalsvert


Alls hafa 37 einstaklingar greinst með Covid-19 smit á Vesturlandi samkvæmt upplýsingum sem birtar voru á fésbókarsíðu Lögreglunnar á Vesturlandi nú rétt í þessu.

Smit hafa nú greinst á öllum heilsugæslustöðum á Vesturlandi nema í Búðardal.

Á Akranesi eru alls 10 smit greind og geindust 2 ný smit um helgina.

Þeim sem eru í sóttkví hefur fækkað umtalsvert en alls eru 53 í sóttkví á Akranesi og hefur þeim fækkað um 50 á síðustu tveimur dögum.