Ekkert nýtt Covid-19 smit greindist í gær á Vesturlandi


Ekkert nýtt Covid-19 smit var greint á Vesturlandi í gær, 6. apríl.

Alls eru 37 smit greind og þar af 10 á Akranesi.

Þeim einstaklingum sem eru í sóttkví á Vesturlandi fækkar líka jafnt og þétt. Alls eru 241 í sóttkví á Vesturlandi öllu og þar af 55 á Akranesi. Tveir einstaklingar bættust við í sóttkví á Akranesi í gær.