Krummasagan við Þjóðbraut tekur nýja stefnu


Hrafninn sem var til umfjöllunar í gær hér á skagafrettir.is er á faraldsfæti varðandi framtíðarheimili sitt á Akranesi.

Flestir hrafnar kjósa að gera sér hreiður í skóglendi, fjöllum eða við strendur.

Það er afar sjaldgjæft að hrafnar geri sér hreiður í þéttbýli. Þessi hrafn kann hinsvegar vel við sig við Þjóðbrautina þar sem að lögreglan er m.a. til húsa.

Fyrstu tilraunir hrafnsins við hreiðurgerð á norðanverðum gaflinum við „gamla ríkið“ gengu ekki vel.

Laupur er annað nafn yfir hreiður hjá hrafninum og hefur þessi nýi íbúi við Þjóðbrautina ákveðið að færa sig yfir á suðurhliðina – eins og sjá má á þessum myndum.

Hrafninn er stærsti spörfuglinn á Íslandi og er einn af einkennisfuglum íslenskrar náttúru. Hrafninn verpir á vorin 4-6 eggjum og koma ungarnir úr eggjunum eftir um þrjár vikur.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/04/06/krummi-i-hreidurgerd-a-gaflinum-a-gamla-rikinu/