Starfsfólk HVE á Akranesi og styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fengu góðan glaðning frá Elkem á Grundartanga s.l. föstudag.
Elkem tók ákvörðun um að kaupa 200 páskaegg af styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna og í stað þess að starfsmenn Elkem fengju eggin var ákveðið að starfsmenn HVE á Akranesi fengju að njóta þeirra.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2020/04/92538682_519307452278493_5956038682182942720_n-1-1132x670.jpg)
Með þessu vill Elkem að sýna starfsmönnum HVE sem standa vaktina í Covid-19 faraldrinum stuðning
Á myndinni má sjá Valdísi Kvaran formann starfsmannafélagsins og Jóhannes Bergsveinsson yfirlækni standa við vagninn með páskaeggjunum.