Þorsteinn Víglundsson hefur verið ráðinn forstjóri eignarhaldsfélagsins Hornsteins ehf. og hefur störf þar 16. apríl.
Frá þessu er greint í Kjarnanum.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en Þorsteinn tilkynnti í morgun að hann hefði sagt af sér þingmennsku frá 14. apríl.
Þorsteinn hefur setið á Alþingi undanfarin ár sem þingmaður fyrir Viðreisn.
Ráðning Þorsteins sem forstjóra Hornsteins ehf. tengist Akranesi með töluverðum hætti.
BM Vallá er með starfsstöð á Akranesi þar sem að Smellinn steypueiningar eru framleiddar og Sementsverksmiðjan ehf. er einnig með starfsstöð á Akranesi.
Eignarhaldsfélagið Hornsteinn ehf. tók yfir meirihluta í BM Vallá ehf., Björgun ehf. og Sementsverksmiðjunni ehf. árið 2014.