Ekkert samkomubann á skagafrettir.is – gríðarleg aðsókn undanfarna daga


Það er ekkert samkomubann á vef Skagafrétta vegna Covid-19 veirunnar. Heimsóknafjöldinn hefur aldrei verið meiri en á undanförnum dögum.

Tugir lesenda eru samtímis inni á vefnum að lesa fréttir eins og sjá má á skjáskotunum hér fyrir neðan sem tekin eru úr tölfræði Google Analytics.

Heimsóknafjöldinn í gær, miðvikudaginn 8. apríl, var rétt um 4.000 og hina dagana fór heimsóknafjöldinn vel yfir 3.000 alla dagana.

Hver lesandi er að smella á 2-3 fréttir í hverri heimsókn og það er því mikið álag á vefumsjónarkerfi skagafrettir.is þessa dagana – sem er ánægjulegt.

Skagafréttir er opinn vefur en frjáls framlög frá lesendum er styrkasta stoðin í rekstrinum og afar mikilvægur. Þú getur tekið þátt í að efla jákvæða fréttavefinn með þínu framlagi.