Óbreytt ástand á Vesturlandi – ekkert nýtt Covid-19 smit í gær


Alls hafa 38 einstaklingar verið greindir með Covid-19 smit á Vesturlandi. Ekkert nýtt smit var greint í gær á Vesturlandi. Frá því á mánudag hefur aðeins eitt nýtt smit verið greint á Vesturlandi.

Á Akranesi eru 11 greindir með Covid-19 smit og alls eru 50 í sóttkví á Akranesi. Á Vesturlandi öllu eru 125 í sóttkví og hefur þeim fækkað um tæplega 100 það sem af er þessari viku.