Óbreytt staða á Covid-19 smitum á Vesturlandi – ekkert nýtt smit greint í gær


Alls hafa 39 einstaklingar verið greindir með Covid-19 smit á Vesturlandi.

Ekkert nýtt smit var greint í gær, föstudaginn 10. apríl, á Vesturlandi.

Góðu fréttirnar eru þær að frá því á mánudag í þessari viku hafa aðeins tvö ný smit verið greint á Vesturlandi.

Á Akranesi eru 11 greindir með Covid-19 smit og alls eru 50 í sóttkví á Akranesi. Á Vesturlandi öllu eru 109 í sóttkví og hefur þeim fækkað um rúmlega 100 það sem af er þessari viku.