Þú getur hjálpað Helga Björns -„Það bera sig allir vel“ myndband er í vinnslu


Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson í samvinnu við Bíóhöllina á Akranesi er þessa stundina að leita aðstoðar landsmanna við úrvinnslu á myndbandi við eitt vinsælasta lagið á Íslandi – „Það bera sig allir vel“.

Í tilkynningu frá Helga Björns og Skagamanninum Ísólfi Haralds segir.

Nú erum við að fara gera myndband við lagið – Það bera sig allir vel – og þú getur hjálpað okkur!

Sendu okkur myndband þar sem fjölskyldan er að gera eitthvað skemmtilegt saman, inni, úti, að dansa eða syngja með laginu eða bara hvað sem er, þú ræður.

Okkur vantar ykkar hjálp og slatta af hugmyndaríkum myndböndum sem gera myndbandið skemmtilegt.

Nákvæmlega núna er tilvalið að gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og vera á sama tíma partur af skemmtilegu verkefni.

Við notum eins mikið efni og við getum.
Myndbandið má vera max 30 sek.
Passa að það sé í þokkalegum gæðum.


Myndbandið þarf helst að vera landscape/síminn láréttur. Sjá mynd.

Þú verður að senda okkur í gegnum we-transfer eða dropbox á mailið –

[email protected]

Ekki senda myndbandið nema í gegnum þessi forrit.

Eitthvað skemmtilegt fyrir ykkur að gera um helgina